Ómar Einarsson, gítar
Kjartan Valdemarsson, píanó
Sigmar Þór Matthíasson, bassi
Erik Qvick, trommur
Kvartett gítarleikarans Ómars Einarssonar, ásamt Kjartani Valdemarssyni, Sigmari Þór Matthíassyni og Erik Qvick kemur fram á tónleikum Múlans en þeir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Á efnisskránni verða vel valin verk eftir m.a. Ornette Coleman, John Abercrombie, Victor Young, Pat Metheny og fl. Ekki ólíklegt að frumsamið efni verði einnig á dagskránni.