Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Á hátíðartónleikunum kl. 14 verða flutt verk sem eru sérstaklega samin eða útsett fyrir hverja deild í Tónskólanum. Frumflutt verður nýtt verk sem Tryggvi M. Baldvinsson skrifaði fyrir píanónemendur Tónskólans sem leika á píanó, hin ýmsu slagverkshljóðfæri og syngja í kór. Verkið byggir á þremur þjóðsögum og verður Tryggvi sögumaður. Hljómsveitastjóri er Guðni Franzson.

Dagskrá hátíðartónleika kl. 14:

Rómanza: Í fylgd með gítarnum
Hugleiðing við stef eftir Sigursvein D. Kristinsson. Úts. Þorvaldur Már Guðmundsson.
Gítarsveit Tónskólans og Hörpunemendur

Vegir liggja til allra átta
Sigfús Halldórsson. Úts. Jóhann Ingi Benediktsson og Sigurgeir Ingi Einarsson
Rytmadeild Tónskólans og Múrtrommusveit

Forynjurnar.
Þjóðlagasyrpa í úts. Guðna Franzsonar
Blásarasveit Tónskólans

Regnboginn, skýin, stytturnar og fylgd
Spilverk þjóðanna. Úts. Haraldur Sveinbjörnsson, Sigursveinn D. Kristinsson
Forskólinn og söngnemendur

T.S.D.K. - tré, sól, dans, kyrrð
Eftir Hauk Tómasson
Strengjanemendur Tónskólans

Þrjú þjóðkvæði, eftir Tryggva M. Baldvinsson
Gakktu fram á gýgjarstein
Ljúflingsmál
Gissur á botnum
Píanónemendur Tónskólans