Tix.is

Harpa

Uppselt
Miðaverð:6.990 - 16.990 kr.
Um viðburðinn

4. JÚLÍ: UPPSELT
3. JÚLÍ: UPPSELT
2. JÚLÍ: UPPSELT

Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead.

Nick Cave og Colin Greenwood munu flytja valin lög, hrá og óskreytt, og munu þannig afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum.

„Ekkert annað en andleg upplifun“ – LA Magazine
“Grípandi og magnað” – Forbes
"Nick Cave + Colin Greenwood = töfrar" - Scenestar
„Lögin hans eru einfaldlega svo grípandi; þessi umgjörð setur þau fram í þeirra tærustu og kraftmestu mynd." – US Rocker
„…meistari í sínu fagi“ - Highwire Magazine

MIÐAVERÐ:
Úrvalssæti:       16.990 kr.   (bleikt á mynd)
Verðsvæði 1:     15.990 kr.   (rautt á mynd)
Verðsvæði 2:     13.990 kr.   (blátt á mynd)
Verðsvæði 3:     11.990 kr.   (grænt á mynd)
Verðsvæði 4:     9.990 kr.     (gult á mynd)
Verðsvæði 5:     6.990 kr.     (fjólublátt á mynd)

Mynd af sal.

Umsjón: Sena Live

UM NICK CAVE
Nick Cave er ef til vill best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Nick Cave & the Bad Seeds. Listræn sköpun Nick Cave er blómleg og í sífelldri þróun. Eftir langan listaferil sem spannar meira en 40 ár hefur Nick Cave starfað þvert á fjölbreyttar listgreinar; sem sóló artisti og í hljómsveit, sem tónskáld, rithöfundur bóka, kvikmyndahandrita og vikulegs fréttabréfs ‘The Red Hand Files’, og nú nýlega sem leirlistamaður.

UM COLIN GREENWOOD
Colin Greenwood hefur verið bassaleikari Radiohead frá upphafi eða síðan árið 1985. Radiohead hefur selt meira en 30 milljónir platna um allan heim. Auk þess hefur hljómsveitin hlotið sex Grammy-verðlaun, fjögur Ivor Novello-verðlaun og hafa þeir verið vígðir inn í frægðar­höll rokks­ins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Platan þeirra OK Computer er varðveitt í bandaríska þjóðbókasafninu.

Utan Radiohead er Colin rithöfundur og ljósmyndari. Hann hefur skrifað fyrir tímarit á borð við Guardian og Spectator og nýlega tilkynnti hann um útgáfu ljósmyndabókarinnar How To Disappear – A Portrait of Radiohead, þar sem hann fjallar um daglegt líf sitt og félaganna í hljóðveri og á ferðinni um heiminn.