Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

UPPSELT!

Færeyska tónlistarkonan Eivør gefur út nýja plötu 14. júní. Platan ber titilinn “Enn” og mun hún fylgja henni eftir með viðamiklu tónleikaferðalagi um Evrópu. Við erum svo heppin að ferðalagið hefst með tónleikum í Reykjavík, nánar tiltekið í Silfurbergi Hörpu sunnudaginn 15. september.

"Enn" er fjölbreytt, tilraunakennd og dýnamísk plata. Eivør lýsir tónheiminum sem blöndu af sinfónískri geimóperu og rafræns slagverksheims.

Ásamt Eivøru kemur fram hljómsveit hennar sem samanstendur af þeim Mattias Kapnas, Per Ingvald Højgaard Petersen og Mikael Blak. Eivør mun flytja öll 8 lögin á nýju plötunni, auk fleiri laga úr safninu.

Einungis um 700 miðar eru í boði og aðeins er selt í númeruð sæti.

Upphitun: Vévaki

MIÐAVERÐ:
Verðsvæði A:    14,990 kr.    (rautt á mynd)
Verðsvæði B:    13,990 kr.    (blátt á mynd)

Mynd af sal hér

Umsjón: Sena Live