Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ein skærasta stjarna Skotlands, Paolo Nutini mun, ásamt hljómsveit sinni, halda sannkallaða stórtónleika í Silfurbergi í sumar.

Þessi skoski söngvari með ítalska nafnið fæddist árið 1987 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2006 – These Streets - sem fór hæst í þriðja sæti breska vinsældarlistans. Næsta plata söngvarans, Sunny Side Up kom út árið 2009 og fór beint í efsta sæti vinsældarlistans og fimm árum seinna, eða árið 2014 gaf hann út plötuna Caustic Love sem fór beint á toppinn í Bretlandi.

Nýjasta platan hans Last Night in the Bittersweet kom út árið 2022 og fór að sjálfsögðu beint á topp breska vinsældarlistans yfir mest seldu plöturnar.

Paolo Nutini, sem m.a. hefur fengið þrenn Brit verðlaun og Ivor Novello verðlaun, er án efa ein skærasta stjarna Skotlands um þessar mundir og fyllir stóra tónleikahallir um alla Evrópu með æðislegri rödd sinni og frábærri sviðsframkomu.

Það er því mikill heiður að fá hann í Silfurberg þann 28. júlí í sumar.

Hafdís Huld hitar upp fyrir Paolo Nutini

Hafdís Huld hóf hóf tónlistarferilinn undir lok síðustu aldar sem einn af upprunalegu meðlimum hljómsveitarinnar GusGus. Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem hún lauk framhaldsnámi í tónlist og vann með fjölbreyttum hópi listamanna eins og FC Kahuna, Tricky og Deltron 3030. Fyrsta sólóplata Hafdísar, Dirty Paper Cup kom út árið 2006 en síðan þá hefur hún einbeitt sér að sólóferlinum og sent frá sér alls tíu plötur, þar á meðal hina sívinsælu Vögguvísur og nú síðast plötuna Darkest Night sem kom út fyrr á þessu ári.

Athugið að þetta eru standandi tónleikar.

Dagskrá:

19:30 - Opnað inn í sal

20:00 - Hafdís Huld

20:40 - Paolo Nutini