Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Una Torfadóttir hefur einstakt lag á að tengja saman sannleika, hversdagsleika, ást og tónlist. Allir sem hlusta dragast inn í einstakan tónheim Unu sem kom eins og sprenging inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2022 þegar hún sendi frá sér plötuna Flækt og týnd og einmana. Hver smellurinn á fætur öðrum hefur náð miklum vinsældum og þar nægir að nefna lögin Fyrrverandi, Þú ert stormur og En. Á tónleikunum flytja Una og Sinfóníuhljómsveit Íslands nýjar útsetningar af mörgum hennar vinsælustu lögum ásamt efni af væntanlegri breiðskífu. Einnig verða flutt nokkur af uppáhaldslögum Unu sem hafa fylgt henni í gegnum tíðina.

Una Torfa er 23 ára söngkona, hljóðfæraleikari, texta- og lagahöfundur, þekkt fyrir mannlega texta og grípandi laglínur. Una hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína "Flækt og týnd og einmana". Hún var einnig tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023 og vann söng ársins í flokknum popp-, rokk, hiphop- og raftónlist á Íslensku Tónlistarverðlaununum sama ár og er nú tilnefnd fyrir söng ársins og sem flytjandi ársins í sama flokki.

Tónleikarnir standa yfir í tvær klukkustundir með hléi