Einn vinsælasti sviðslistahópur Kína, Wu Opera Art Troupe,
hefur sýnt fyrir meira en 4,5 milljónir alþjóðlegra áhorfenda í 51 landi síðan
árið 2009, og má þar nefna nefna sýningar í Singapúr, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Austurríki, Þýskalandi, Portúgal, Brasilíu og í Suður-Afríku. Wu
óperan í Kína byggir á menningararfi Kína og hefur mjög sérstakan og
gáskafullan leikstíl með skemmtilegum og frumlegum atriðum, skarpri og
hljómmikilli tónlist, sterkum tilfinningalegum tjáningum og litríkum búningum.
Listahópurinn heimsækir Ísland sem síðasta sýningarstað sinn í sýningaferð um
Evrópu og eru sýningarnar hluti af hátíðarhöldum vegna kínversku
vorhátíðarinnar. Sýningin á Íslandi leggur sérstaka áherslu á loftfimleika.
Sýningin sem listaflokkurinn flytur hingað til lands að þessu sinni byggir á
loftfimleikum, bardagalistum og listrænni framsetningu á einni frægustu sögu af
hinum fjórum sígildu bókmenntum í Kína "hinn þrefaldi sigur á
beinagrindardjöflinum".
Allur ágóði af sýningunni rennur til Grindavíkurbæjar.