Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

LISE DAVIDSEN Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

Sópransöngkonan Lise Davidsen - sem New York Times kallaði „rödd aldarinnar“ - kemur fram á Listahátíð í Reykjavík í júní næstkomandi. Þessi einstaka tónlistarkona sem ekki sá óperu fyrr en hún var tvítug er í dag að springa út sem ein af stórstjörnum klassískrar tónlistar og hefur hrifið hlustendur víðsvegar um heim með blæbrigðaríkri og kraftmikilli rödd sinni. Í tónlistartímaritinu Gramophone var Davidsen sem fædd er árið 1987 lýst sem einhverjum hæfileikaríkasta söngvara sem fram hefur komið áratugum saman. Hún hefur m.a. sungið í Metropolitan-óperunni, á Scala og Bayreuth-hátíðinni og lokaði Proms-hátíðinni síðasta vor. Nú fá tónlistarunnendur á Íslandi að hlýða á magnaðan flutning hennar. Á tónleikunum í Eldborg mun Lise Davidsen syngja fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar ótrúlega færni hennar og mun þar flytja heillandi einsöngsverk eftir Grieg, Puccini, Sibelius og Wagner, svo fátt eitt sé nefnt.