Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ein stærsta stjarna kántrítónlistarinnar, Grammyverðlaunahafinn Brad Paisley, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu. 

Hann hefur unnið sér sess í kántrítónlistarsögunni sem einn hæfileikaríkasti og virtasti tónlistarmaður sveitatónlistarinnar og hefur unnið til fjölda verðlauna á 20 ára ferli sínum. Þar á meðal þrenn Grammyverðlaun, tvenn American Music verðlaun,15 Academy of Country Music verðlaun og 14 Country Music Association verðlaun.

Paisley hefur samið 21 af 25 lögum sem hann hefur komið í efsta sæti vinsældarlistans og árið 2008 varð hann fyrsti tónlistarmaður sögunnar til að ná 10 lögum í röð í efsta sæti Billboard kántrívinsældarlistans.
Samtals hefur lögum hans verið streymt hátt í 5 milljarð sinnum.

Brad gaf nýlega út fyrstu fjögur lögin af væntanlegri plötu sinni Son Of The Mountains. Platan inniheldur áður útgefin lög „Same Here“ með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og „So Many Summers“ ásamt nýútgefnu titillagi plötunnar „Son Of The Mountains“ og „The Medicine Will“. Gert er ráð fyrir að platan komi út snemma árs 2024.