Sunnudaginn 29. október 2023 kl. 15:15
Síminn - ópera fyrir áhrifavalda eftir Gian Carlo Menotti í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur verður flutt á lokahátíð Óperudaga í Norðurljósum í Hörpu, þann 29. október kl. 15:15. Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Áslákur Ingvarsson barítón flytja verkið við undirleik hljómsveitar Óperudaga, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.
Óperan Síminn eða Ástarþríhyrningurinn, frá árinu 1952, fjallar um vandræði lögfræðingsins Ben við að biðja um hönd Lúsí kærustunnar sinnar. Spaugileg samskipti þeirra eiga ekki síður við nú, 70 árum síðar, á tímum snjallsímavæðingar. Verkið hefur verið heimfært til dagsins í dag og sýnir inn í heim samfélagsmiðlastjörnunnar Lúsíar sem alltaf er upptekin í símanum, sem setur eðlileg samskipti þeirr á milli í þröngar skorður. Sýningin er um 25 mínútur að lengd.
Þátttakendur
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Áslákur Ingvarsson, barítón
Steinar Logi Helgason, hljómsveitarstjóri
Pálína Jónsdóttir, leikstjóri
Friðþjófur Þorsteinsson, hönnuður og framleiðandi
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Gunnhildur Daðadóttir, fiðla
Bryndís Pálsdóttir, fiðla
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðla
Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla
Guðný Jónasdóttir, selló
Xun Yang, kontrabassi
Hrönn Þráinsdóttir, píanó
Björg Brjánsdóttir, flauta
Julia Hantschel, óbó
Kristín Þóra Pétursdóttir, klarinettleikari
Britta Cortabarria, fagott
Asbjørn Bruun, horn
Eiríkur Örn Pálsson, trompetleikari
Soraya Nayyar, slagverk