Ragnheiður Gröndal, söngur
Haukur Gröndal, saxófónn og klarinett
Ólafur Jónsson, saxófónn og bassa
klarinett
Björgvin Hjálmarsson, saxófónn
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn og
flauta
Guðmundur Pétursson, gítar
Birgir Steinn Theódórsson, bassi
Matthías MD Hemstock, trommur
Ragga Gröndal kemur fram með stórhljómsveit sinni, skipaða einvalalið hljóðfæraleikara, á Múlanum. Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni, Hörpu. Ragga er ein þekktasta tónlistarkona landsins, hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og komið fram með öllu helsta tónlistarfólki þjóðarinnar. Á tónleikunum verður ameríska söngbókin skoðuð og nokkur af uppáhalds djasslögum Röggu leikin. Útsetjari og hljómsveitarstjóri er Haukur Gröndal.