Furie Terribile: Dísa, Bára og Brák á Sígildum sunnudögum
Barokkbandið Brák snýr aftur á Sígilda sunnudaga þann 5. nóvember næstkomandi og í þetta sinn í samstarfi við sópransöngkonuna Herdísi Önnu Jónasdóttur. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum verkum frá barokktímabilinu, nokkrum af frægustu aríum Händels og verki eftir tónskáldið Báru Gísladóttur. Á þessum klukkutímalöngu tónleikum fléttast verkin saman og mynda þannig eina heild.
Allt áhugafólk um vandaðan upprunaflutning og nýja tónlist ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara.
Nemum, eldri borgurum og öryrkjum býðst aðgöngumiðinn á kr. 2900 í miðasölu Hörpu