Sunna Gunnlaugs,
píanó
Þorgrímur Jónsson,
bassi, bassi
Scott McLemore,
trommur
Tríó Sunnu Gunnlaugs sem hefur starfað saman í rúman áratug gaf fyrr á árinu út nýtt hljóðrit, Becoming. Það er fimmta útgáfa þeirra og hefur hún jafnt og fyrri útgáfur hlotið glimrandi móttökur í erlendum miðlum. Tímaritið Concerto í Austurríki og InMusik í Þýskalandi gáfu bæði Becoming 4 stjörnur og prýddi Sunna forsíðu þýska tímaritsins Jazzthetik. Tríóið kom fram í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum í sumar.