Íslensk-bandaríski strengjakvartettinn QuartetES frumflytur tvö verk á Sígildum sunnudögum, kvartett eftir bandaríska tónskáldið Robert Carl og útsetningu fyrir strengjakvartett á verki Daníels Bjarnasonar Air to Breath. Einnig verður fluttur kvartett eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Kvartett nr. 1 eftir Béla Bartók.
QuartetES skipa fiðluleikararnir Anton Miller og Ertan Torgul, Rita Porfiris víóla og Jennifer Kloetzel selló.
Eldri borgarar og skólafólk fá aðgöngumiðann á kr. 3500 í miðasölu Hörpu.