Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Iceland Airwaves kynnir tónskáldið Gabríel Ólafs ásamt hljómsveit í Norðurljósasal Hörpu.

Verkin verða flutt af framúrstefnulegu sinfóníuhljómsveitinni Reykjavík Orkestra undir stjórn Viktors Orra Árnasonar, sem áður hefur unnið með verðlaunatónskáldunum Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur, og Bergi Þórissyni, tónlistarstjóra Bjarkar.

Um Gabríel Ólafs
“Transports the listener to a soothing landscape” - NPR
“Raw beauty” - BBC Music Magazine
“Pure imagination” - KEXP

Tónlist Gabríels er áhrifamikil en einstaklega melódísk og er því frábrugðin flestum nútímatónverkum.

Verk Gabríels, sem gefin eru út af útgáfurisanum Decca Records, eru meðal annars innblásin af íslenskum þjóðlögum, ljóðlist Davíðs Stefánssonar og myndlist. Gabríel er aðeins 24 ára gamall og hefur því verið kallaður eftirtektarverðasta tónskáld sinnar kynslóðar. Plöturnar Piano Works/Absent Minded (2020), hin ljóðræna Solon Islandus (2022) í samstarfi við Íslenska Dansflokkinn, og Lullabies for Piano and Cello (2023) sem byggð er á íslenskum þjóðlögum, hafa verið spilaðar yfir 100-milljón sinnum á streymisveitum.

Um Reykjavík Orkestra

Reykjavík Orkestra er íslensk sinfóníuhljómsveit sem samanstendur af framúrskarandi tónlistarfólki og var stofnuð með áherslu á hljóðritun en kemur nú fram opinberlega í fyrsta sinn. Sveitin er þekkt fyrir einstakan hljóðheim með blöndu af framúrstefnulegri spilamennsku og nútímalegri nálgun. 

Frá því að hljómsveitin var stofnuð í Hörpu ársbyrjun 2022 hefur hún meðal annars leikið verk eftir Hans Zimmer og Ólaf Arnalds, og hljóðritað fyrir BBC, Netflix, Apple TV+, Decca og Deutsche Grammophon


Þessir tónleikar eru Iceland Airwaves Partner Event.