Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Hillary Rodham Clinton og Louise Penny í Hörpu

Bókmenntahátíðin Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16.00 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror sem hún skrifaði ásamt kanadíska metsöluhöfundinum Louise Penny sem verður með henni á sviði. Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið og Eliza Reid, forsetafrú, ræðir svo við þær um bókina og lífshlaup þeirra.