Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ásgeir Trausti og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg á Iceland Airwaves Partner Event þar sem hljóma munu mörg af þekktustu lögum Ásgeirs í glæsilegum útsetningum fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.

Ásgeir Trausti hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum landsins síðan fyrsta plata hans, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012. Platan sló öll íslensk sölumet og ensk útgáfa hennar sem út kom tveimur árum síðar náði inn á vinsælda­ lista víða um lönd. Síðan hefur Ásgeir gefið út þrjár breið­skífur sem náð hafa miklum vinsældum og hlotið fjölda verðlauna. Nú um stundir ferðast Ásgeir um heiminn til þess að fylgja eftir fjórðu breiðskífunni, Time on my Hands, sem kom í október 2022, og hefur leið hans meðal annars legið um Evrópu, Bandaríkin, Ástralíu, Nýja ­Sjáland og Japan.

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun setja lög Ásgeirs í glæsilegar sinfónískar útsetningar. Með þessu einstaka samstarfi gefst aðdáendum bæði sinfónískrar tónlistar og tónlistar Ásgeirs Trausta tækifæri til að upplifa einstakan samruna ólíkra tónlistarstefna.

Með tónleikunum endurvekur Sinfóníuhljómsveit Íslands samstarf sitt við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en stefnt er að því að hljómsveitin verði árlega á dagskrá hátíðarinnar. Áður hefur Sinfó meðal annars tekið þátt í Iceland Airwaves á tónleikum með John Grant, Jóhanni Jóhannssyni, Emilíönu Torrini og Ólafi Arnalds.

IA PARTNER EVENT
Forgangur og afsláttur fyrir Iceland Airwaves miðahafa og áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Nánar um afslátt fyrir Iceland Airwaves miðahafa á icelandairwaves.is/asgeirandiso

EFNISSKRÁ
Tónlist Ásgeirs Trausta í nýjum hljómsveitarútsetningum

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Anthony Weeden

EINSÖNGVARI
Ásgeir Trausti

VERÐSVÆÐI
Úrvalssæti        14.990 kr. (Fjólublátt)
Verðsvæði A     12.990 kr. (Rautt)
Verðsvæði B     11.990 kr. (Blátt)
Verðsvæði C      9.990 kr. (Grænt)
Verðsvæði D      7.990 kr. (Gult)

Sjá mynd af sal hér

Viðburðarsíða hér