Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

EFNISSKRÁ
Edvard Grieg Våren Edvard Grieg
Edvard Grieg Jeg elsker dig úr Hjertets melodier
Bo Holten Básúnukonsert
Jean Sibelius Sinfónía nr. 6

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Thomas Søndergård

EINLEIKARI
Jesper Busk Sørensen

EINSÖNGVARI
Arnheiður Eiríksdóttir

Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran er fastráðin söngkona við Þjóðaróperuna í Prag og hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir frábæra túlkun og tæknilegt öryggi, bæði hér­ lendis og erlendis. Þannig hrifust gagnýnendur ytra mjög af frammistöðu hennar sem Oktavian í óperu Strauss Der Rosenkavalier í Prag á síðasta ári en íslenskir óperuunnendur fengu meðal annars að kynnast henni í uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly eftir Puccini. Hér syngur hún nokkur af dáðustu sönglögum Griegs þar sem hljómmikil rödd hennar og ástríða fær að njóta sín til fulls.

Danski básúnuleikarinn Jesper Busk Sørensen er einn af fremstu básúnuleikurum álfunnar en hann hefur verið fastráðinn hjá Fílharmóníusveit Berlínar frá árinu 2009. Hér leikur hann glænýjan og spennandi konsert eftir eitt helsta samtímatónskáld Danmerkur, Bo Holten, undir stjórn landa síns Thomas Søndergård, sem nýlega tók við sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minnesota. Lokaverk tónleikanna er sjötta sinfónía Sibeliusar. Hún er í senn innileg og ægifögur en tónskáldið vann að henni um langt árabil meðan fyrri heimsstyrjöldin skók Evrópu og lauk ekki við hana fyrr en 1923. Sjálfur líkti Sibelius verkinu við hreint, kalt vatn en í verkinu mætast hrifning hans á tónlist miðalda og endurreisnar og frumleg tónhugsun sem varðaði leiðina til framtíðarinnar. Þessi þokkafulla og leyndardómsfulla sinfónía er glæsilegur lokahnykkur á tónleikum sem með sanni má kalla norræna veislu.