Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sólstafir hafa á árinu starfað í 20 ár.

Af því tilefni ætlar sveitin að flytja síðustu afurð sína 'Ótta' í heild sinni í bland við eldra efni í Silfurbergi, Hörpu þann 13. nóvember næstkomandi.

Sólstafir hafa frá útgáfu 'Ótta' komið fram á nær 170 tónleikum víða um allan heim við frábærar undirtektir og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra á Íslandi síðan 2011.

'Ótta' hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og sat í efsta sæti íslenska breiðskífulistans vikum saman, auk þess að vera valin 'Plata ársins 2014' á Rás 2. Rataði platan einnig inn á vinsældarlista í Finnland, Þýskalandi, Sviss og Austurríki.

Sólstafir ætla að tjalda öllu til ásamt gesta hljóðfæraleikurum.