Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Í Hörpu 7. – 9. október
Hefur þú áhuga á að bæta lífsgæði þín og heilsu? Fræðast um umhverfismál og leggja þitt af mörkum? Ef svo er, þá er þetta veisluhlaðborð fyrir þig.

Sýning, fyrirlestrar og örnámskeið veita fjölbreyttan innblástur sem hjálpar gestum að taka skref í átt að grænni og heilbrigðari framtíð.

Föstudagur 7. okt.:    15.00 - 19.00
Laugardagur 8. okt.: 10.00 – 17.00
Sunnudagur 9. okt.:   10.00 – 17.00

MIÐAR Í BOÐI:
Þriggja daga veislupassi = 5.500 kr.
 
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum, föstudag, laugardag og sunnudag. Einnig bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra. >>>MÆLUM MEÐ

Hátíðarpassi = 12.000 kr.
Einungis 30 miðar í boði. Sama og veislupassi + forgangur á alla fyrirlestra yfir helgina.

Laugardagur = 3.900 kr.
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum laugardag.

Sunnudagur = 3.900 kr. 
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum sunnudag.

Bein vefútsending á fyrirlestrum = 5.500 kr.
Innifalið:  Bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra.

Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.

VÖRUSÝNING

Um 50 fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir fræða gesti, kynna nýjungar á vörum, þjónustu, hugbúnaði, menntun, nýsköpun og fl. Fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að bjóða upp á umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.

FYRIRLESTRAR

Á laugardag og sunnudag stíga um 20 fyrirlesarar á svið og fjalla um heilsu og umhverfismál.

Hvar viljum við vera eftir 30 ár? Hvað þurfum við að gera til að komast þangað? Streita, mataræði, plastlausar lausnir, heilbrigt heimili, 5 einföld ráð til að halda okkur í formi til áttrætt og margt fleira verður tekið fyrir.

Hægt er að kaupa aðgang að fjögurra vikna endurspilun á fyrirlestraveislunni.

ÖRNÁMSKEIÐ

Fjölbreytt og fræðandi 30 mín. námskeið verða í boði fyrir gesti sýningarinnar.

Ummæli frá fyrirlestraveislu 2020

Hef oft farið á fyrirlestraraðir en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst allir fyrirlestrar áhugaverðir.“

Ég var mjög ánægð, margt sem kom mér á óvart og þetta hristir upp í manni.“ 

Á lifumbetur.is má finna nánari upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra og örnámskeið.

Lifum betur er í samstarfi við Í boði náttúrunnar, Reykjavíkurborg og ON.