Einleikari
Daniil Trifonov
Efnisskrá
Pyotr Tchaikovsky: Children's Album, Op. 39
Robert Schumann: Fantasie in C major, Op.17
HLÉ
Johannes Brahms: Piano Sonata nr. 3 op. 5
Daniil Trifonov er einn dáðasti píanóleikari samtímans – „tvímælalaust undraverðasti píanisti okkar tíma,“ skrifar gagnrýnandi stórblaðsins The Times um leik hans.
Hann skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann bar sigur úr býtum í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu árið 2011, tvítugur að aldri, en síðan hafa honum m.a. hlotnast Grammy-verðlaun auk þess sem tímaritin Gramophone og Musical America hafa útnefnt hann Tónlistarmann ársins. Hann hefur hljóðritað fjölda platna fyrir Deutsche Grammophon og hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum heims ásamt því að gegna stöðu staðarlistamanns hjá Fílharmóníusveitunum í New York og Berlín.
Hinn heimsþekkti píanóleikari Daniil Trifonov leikur spennandi efnisskrá á þessum einleikstónleikum: Verk eftir Tsjajkovskíj, fantasíu eftir Schumann og píanósónötu nr. 3 eftir Brahms. Trifonov er einn eftirsóttasti einleikari samtímans og eru þetta fyrstu einleikstónleikar hans á Íslandi, en þeir eru haldnir í framhaldi af tónleikum hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands.