Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Listaháskóli Íslands kynnir útskriftarverk úr MA námi í tónsmíðum

CAPUT og KAMMERKÓRINN HLJÓMEYKI
flytja verk eftir fjóra útskriftarnema í tveimur lotum

kl. 16:00
Valborgarnótt   (Walpurgis Night) eftir Magnús Árna Skjöld
fyrir blandaðan kór og kammersveit
textar að mestu eftir Goethe, í þýðingu Yngva Jóhannessonar

Fluctuations eftir Agnar Má Magnússon
fyrir kammersveit

_____________________________

kl. 18:00

Lenses eftir Naomi Pinno
fyrir kammersveit

1966 eftir Siv Disa Anderson
fyrir raddir og kammersveit
texti settur saman af höfundi


Klukkan fjögur hljómar fyrst verk Magnúsar Árna Skjöld fyrir kór og kammersveit, Valborgarnótt. Þar hefur hann safnað saman ýmsum textabrotum, en mest ber á frjálslegum tilvitnunum í þýðingu Yngva Jóhannessonar á Fást eftir Goethe. Hann tileinkar verkið sonarsyni sínum, Örlygi Darra Úlfssyni, sem fæddist á Valborgarnótt – aðfaranótt 1. maí – 2021.

Næst leikur Caput Fluctuations eftir Agnar Má Magnússon, en það er hugleiðing höfundar um tímaskyn og sveigjanleika tímans. Það er nefnilega þannig að skynja má eilífðina í einu augnabliki, ævin er stutt en virðist jafnframt tímalaus.

Klukkan sex verður flutt verk eftir Naomi Pinno, Lenses. Það er í fjórum þáttum sem birta hver tiltekna mynd þar sem eftirlíking og andstæður kallast á. Naomi tileinkar verkið því fólki og stöðum sem hafa auðgað hana í Íslandsdvölinni undanfarin tvö ár, enda hafa öfgafull náttúra og auðug menning landsins heillað hana.

Að lokum heyrum við og sjáum verkið 1966 eftir Siv Disu Anderson. Það er margmiðlunarverk og sameinar vídeó og lifandi flutning. Um verkið segir hún: „Á einni nóttu breyta mannlegar hamfarir lífinu í Kína til frambúðar: Skólum er lokað, fólk hverfur og samfélagið er endurskipulagt eftir algera upplausn.“ Siv ræddi atburði menningarbyltingarinnar við þrjár systur frá Peking röskum fimmtíu árum síðar. Hér syngur Hljómeyki á upptökunni, en einsöngvarar eru Steinunn María Þormar og Bergþóra Ægisdóttir.

Stjórnandi Caput er Guðni Franzon. Egill Gunnarsson hefur stýrt æfingavinnu Hljómeykis.