Fiðluleikarinn Ísak Ríkharðsson og sellóleikarinn Ragnar Jónsson hafa báðir mikið dálæti á flutningi nýrrar tónlistar og hafa það að markmiði að flytja sem mest af henni. Þeir stíga á stokk 24. apríl í Norðurljósum með blandaða efnisskrá, sem samansett er af bæði nýstárlegum og þekktari verkum fyrir fiðlu og selló innblásnum af þjóðdönsum og nútímalist.
Efnisskrá
Jessie Montgomery: Dúó fyrir fiðlu og selló (2015)
Edmund Finnis: Sister (2012)
Iannis Xenakis: Dhipli Zyia (1951)
Matthias Pintscher: Study I for Treatise on the Veil (2004)
Zoltan Kodály: Dúó op. 7 (1922)
Ísak Ríkharðsson fiðla, Ragnar Jónsson selló
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.
Verkefnið er styrkt af Ýli og Menningarsjóði FÍH