Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson.

Ævintýraóperan Baldursbrá er óður til íslenskrar náttúru. Hún fjallar um óbilandi vináttu og kjark til að láta drauma sína rætast. Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum og þulum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014.

Einsöngvarar:
Baldursbrá: Fjóla Nikulásdóttir sópran
Spói: Eyjólfur Eyjólfsson tenór
Rebbi: Jón Svavar Jósefsson baritón
Hrútur: Davíð Ólafsson bassi

Yrðlingar:
Ásta Sigríður Arnardóttir, Fanný Lísa Hevesi, Guðrún Ýr Guðmundsdóttir, Rrezarta Jónsdóttir, Una Ragnarsdóttir, Iðunn Helga Zimsen, Helga Sonja Matthíasdóttir, Benedikt Gylfason, Jóhann Egill Svavarsson, Ellert Blær Guðjónsson

Leikstjóri: Sveinn Einarsson

Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson

Óperusýningin er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu.