Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Richard Andersson NOR sameinar tvo ólíka strauma sem eiga rætur að rekja til bandarískrar jazztónlistar. Efnisskráin byggir á lagrænni og aðgengilegri tónlist Richards sem í meðförum tríósins getur tekið óvæntar stefnur þannig að tónlistin verður margbrotin og oft með óhefðbundinni áferð. NOR skapar vettvang fyrir Richard, Óskar og Matthías þar sem óhindruð persónuleg nálgun kemur saman í sannfærandi og kröftugri heildarmynd. Nýjasta útgáfa tríósins, The Six of Us, er tileinkuð fjölskyldulífinu þar sem meðlimir trósins eru allir feður og nýlega varð Richard faðir í fjórða sinn og er því með sex manna fjölskyldu.
Öll lögin á plötunni eru tileinkuð fjölskyldulífinu. Á sama tíma hefur tríóið vaxið og orðið að sterkri heild, rétt eins og fjölskylda. "Auk þess að hafa byggt upp persónulegt samband í tónlist hafa vinatengsl okkar orðið mjög sterk, sem ég kann mjög vel að meta. Mér finnst við ná að sameina tónlistarlegt og persónulegt samband okkar þegar við spilum saman. Í þeim skilningi erum við ekki þrír, heldur sex á sviðinu.

Óskar Guðjónsson, saxófónn
Richard Andersson, bassi
Matthías MD Hemstock, trommur