Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Upplýsingar til gesta
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu á viðburði, og á það því við um þessa viðburð, ásamt grímuskyldu. Hraðpróf gildir í 48 klst og eru gjaldfrjáls.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum: Mikilvægt er að skrá sig í próf áður en mætt er

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34; www.hradprof.covid.is
• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8 og í Hörpu. Aðstaðan í Hörpu er í kjallara hússins, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara. www.covidtest.is athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18
• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna og BSÍ; www.testcovid.is
Utan höfuðborgarsvæðis www.hradprof.covid.is

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fimm Mið-Evrópulönd kynna úrval kvikmyndatónlistar í mismunandi stílum og gerð. Áhorfendur fara í ferðalag aftur í tíma, í gegnum hundrað ár og meira. Verkin eru flutt af alþjóðlegri hljómsveit tónlistarmanna sem tók við þessu verkefni af miklum áhuga.

Efnisskrá:
Glen Hansard & Markéta Irglová, Falling Slowly úr kvikmyndinni Once, eftir John Carney, 2007
Markéta Irglová (Tékkland), The Hill, úr kvikmyndinni Once   
Judit Varga (Austurríki), Your Beauty Is Worth Nothing, fyrir kvikmyndina Deine Schönheit ist nichts Wert, leikstýrt af Hüseyin Tabak, 2013
Michal Novinski (Slóvakía), tónlist úr kvikmyndinni The Broken Promise, eftir Jirí Chlumsky, 2009
Michal Novinski, tónlist úr kvikmyndinni The Teacher, eftir Jan Hrebejk, 2016
Attila Pacsay (Ungverjaland), tónlist úr kvikmyndinni The Undesirable, eftir Michael Curtiz, 1914
Wojciech Kilar (Pólland), Waltz úr kvikmyndinni The Promised Land, eftir Andrzej Wajda, 1975
Krzysztof Komeda (Pólland), Ballad for Bernt, úr kvikmyndinni The Knife in the Water, eftir Roman Polanski, 1961
Henryk Wars (Pólland), Juz nie zapomnisz mnie og Ach, jak przyjemnie!, lög úr kvikmyndinni Zapomniana melodia (Gleymd melódía), eftir Konrad Tom og Jan Fethke, 1938.

Flytjendur:
Zbigniew Dubik, fiðla, konsertmeistari
Andrzej Kleina, fiðla
Roland Hartwell, fiðla
Petur Bjornsson, fiðla
Ewa Tosik, fiðla
Zbigniew Zuchowicz, fiðla
Lucja Koczot, víóla
Steiney Sigurdardóttir, selló
Richard Korn, bassi
Jacek Karwan, bassi
Katie Buckley, harpa
Márton Wirth, píanó
Soraya Nayyar, pákur

Markéta Irglová, söngur og píanó, syngur sóló og með Tinu Dico, gítar

Útsetningar
Zbigniew Zuchowicz

Óskarsverðlaunhafinn Markéta Irglová er tékknesk söngkona, lagahöfundur, tónlistarmaður og leikkona. Markéta vakti fyrst heimsathygli árið 2008 þegar hún lék ásamt Glen Hansard í kvikmyndinni Once sem írski leikstjórinn og framleiðandinn John Carney skrifaði og leikstýrði. Markéta lék hlutverk tékknesks innflytjanda í erfiðleikum í óþekktu landi. Hún og Glen sömdu lögin og tónlistina fyrir myndina, sem færði þeim fjölda stórra verðlauna: Critics' Choice Award fyrir besta lagið, Los Angeles Film Critics Association Award fyrir bestu frumsömdu lögin og Óskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda lagið Falling Slowly. Árið 2012 flutti Markéta til Reykjavíkur og tveimur árum síðar gaf hún, ásamt eiginmanni sínum Sturla Míó Þórissyni, framleiðanda, út plötuna Muna. Þau sömdu einnig saman tónlistina fyrir kvikmyndina Home Is Here árið 2016, í leikstjórn austurrísk-tékkneska rithöfundarins Tereza Kotyk. Árið eftir skrifaði hún tónlist fyrir tékkneska rómantíska gamanmynd Miluji te modre (I Love You Heavenly), í leikstjórn tékkneska framleiðandans Miloslav Šmídmajer. Í millitíðinni sendi Markéta frá sér nokkrar vel heppnaðar smáskífur, sú síðasta sem bar titilinn Mother kom út í maí 2021.

Judit Varga (1979) er fædd í Ungverjalandi, klassískt tónskáld, kvikmyndatónskáld, píanóleikari og háskólakennari, með hefur aðsetur í Vínarborg. Tónsmíðar hennar, þar sem hún sameinar klassíska hefð og nýja tilraunakennda strauma, eru fluttar á virtum hátíðum og í tónleikasölum eins og Wien Modern, Ungversku ríkisóperunni, Cité de la musique París, Juilliard tónlistarskólanum í New York, Elbphilharmonie í Hamborg, Autumn Festival í Búdapest, Mini Festival, Konzerthaus og Musikverein Wien, Muffathalle München og Warsaw Autumn. Hún vinnur með hljómsveitum og hljóðfærasveitum frá öllum heimshornum, þar á meðal Ensemble Modern, Sinfóníuhljómsveit BBC, Útvarpssinfóníuhljómsveit Vínarborgar, Ensemble Kontrapunkte og Riot Ensemble London. Judit Varga hefur hlotið fyrstu verðlaun í mörgum virtum alþjóðlegum píanó- og tónsmíðakeppnum. Árið 2021 tók hún við stöðu yfirmanns tónsmíða-, rafhljóða- og hljóðmeistaradeildarinnar við Tónlistar- og sviðslistaháskólann í Vínarborg. Hún hefur samið tónlist fyrir yfir 30 leiksýningar og kvikmyndir. Árið 2014 hlaut hún verðlaun austurrísku kvikmyndaakademíunnar í flokknum „Besta tónlistin“ fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Deine Schönheit ist nichts wert, leikstýrð af Hüseyin Tabak (2013).

Michal Novinski (1971) er slóvakískt tónskáld, viðurkennt fyrir afrek sín í kvikmynda- og leikhústónlistinni. Hann vann slóvakísku kvikmynda- og sjónvarpsóskarsverðlaunin „Slnko v Sieti“ fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Broken Promise (2009) eftir Jirí Chlumsky. Fyrir tónlistina í The Teacher, sem leikstýrt var af Jan Hrebejk (2016), hlaut Michal FICX verðlauninna á Gijon International Film Festival á Spáni og Slóvakíu National Film Awards „Slnko v sieti“ verðlaunin árið 2017. Nýjustu verk Novinski eru meðal annars lögin fyrir kvikmyndirnar Kapa, kvikmynd fyrir börn eftir Slobodan Maksimovic (2021), Zupa Nic, eftir Kinga Debska (2021, Pólland), Dragon Girl, eftir Katarina Launing (2020, Tékkland- Noregur), The Watchmaker's Apprentice, eftir Jitka Rudolfová (Tékkland-Slóvakía, 2019). Hann samdi meðal annars Symfony of the Earth, kvikmyndatónleika úr Pavol Barabáš kvikmyndum á Viva Musica! hátíðinni, Bratislava 2019; Watching Black, tónlistarplötu eftir The Extasy of Saint Theresa - í samvinnu við Jan P. Muchow.

Ungverska tónskáldið Attila Pacsay (1970) er aðallega þekkt fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Hann er höfundur tónverka sem ná yfir fjölbreytta tónlistarstíla, allt frá kammertónlist og sinfónískum verkum til djassverka og samtímatónlistar. Hann hefur unnið að kvikmyndum með athyglisverðum leikstjórum á borð við Óskarsverðlaunahafann Ferenc Rofusz, Óskarsverðlaunahafann István Szabó, hinn margverðlaunaða Ferenc Czakó og Géza M.Tóth.

Fyrir utan starf sitt sem kvikmyndatónskáld er Pacsay einnig virkur á öðrum sviðum tónlistarsenunnar og starfar með Ungversku þjóðaróperunni og Györ Fílharmóníusveitinni. Í léttari tónlistarstílum er Atti þekktur sem fastur hljómsveitarstjóri goðsagnakennda ungverska gítarleikarans Tibor Tátrai.

Árið 2014 samdi hann tónlistina fyrir The Undesirable (leikstýrt af Michael Curtiz, 1914). Þessi aldargamli, gleymdi þögli fjársjóður fékk sjónræna andlitslyftingu og sína eigin rödd með frumsömdu tónverki. Ungverski kvikmyndasjóðurinn ákvað að panta frumsamið tónverk sem myndi bæta við söguna og hið forna, en töfrandi, myndefni. Atti Pacsay var ráðinn í verkefnið með einróma atkvæði stjórnarinnar.

Wojciech Kilar (Pólland 1932 - 2013). Tónskáld og píanóleikari, höfundur tónlistar fyrir hljómsveitir, tónverka fyrir kammersveitir, söng, hljóðfæri og píanó, auk tónlistar fyrir leikhús og kvikmyndir. Á sjötta áratugnum samdi hann á nýklassískan hátt, seinna var hann fulltrúi pólsku tónlistarframúrstefnunnar, með verkum á borð við Riff 62, Générique, Diphtongos, Springfield Sonet, Upstairs-Downstairs. Stuttu eftir þetta einfaldaði tónskáldið tónmál sitt, innblásinn af þjóðsögum eins og Koscielec, og Orawa. Í nýjustu verkunum, eins og Sinfonia de motu, September Symphony, Advent Symphony, Veni Creator, Magnificat, Easter Hymn, Piano Concerto II, sýnir tónskáldið skýra tilhneigingu til að einfalda tónmál sitt og notar einkennandi endurtekningar á þemum og hendingum og löngum samhljóma köflum. Wojciech Kilar hefur samið tónlist fyrir yfir 140 kvikmyndir og unnið með mörgum leikstjórum, þar á meðal Andrzej Wajda, Kazimierz Kutz, Krzysztof Zanussi, Krzysztof Kieslowski, Roman Polanski (þ.á.m. The Pianist) og Francis Ford Coppola (Dracula).  Hið fallega, kraftmikla Waltz sem samið var fyrir The Promised Land (1975), leikstýrt af Andrzej Wajda, er vinsælasta lagið í þessar kvikmyndaaðlögun á skáldsögu eftir pólska nóbelsverðlaunahafann Wladyslaw Reymont.

Krzysztof Komeda (Krzysztof Trzcinski, Pólland, 1931-1969), djass tónskáld og höfundur tónlistinnar fyrir kvikmyndir. Hann byrjaði ungur að læra á píanó og undirstöður tónlistar. Stuttu eftir stríð fékk hann áhuga á djassi. Hann tók virkan þátt í djasshreyfingunni sem þar var að myndast. Eftir stórkostlegan árangur Komeda á First Jazz hátíðinni í Sopot, varð hann ein skærasta stjarna hins nýja pólska nútímadjass. Hann samdi tónlist fyrir 6 af myndum hans, þar á meðal hina frægu Rosemary's Baby. Á milli september 1957 og desember 1968 samdi hann tónlist fyrir meira en 60 kvikmyndir eftir bæði pólska og erlenda leikstjóra og hlaut hylli um allan heim. Árið 1965 leiddi til útgáfu á verki sem átti eftir að reynast áhrifamikið og byltingarkennt í sögu evrópska djassins - hið þrískipta Astigmatic. Ballad for Bernt úr tónlist myndarinnar The Knife in the Water eftir Roman Polanski (1961) var samin fyrir Bernt Rosengren, sænskan djasssaxófónleikarann sem flutti tónlistina fyrir myndina. Hann var náinn vinur Komeda og gegndi mikilvægu hlutverki í verkum hans.

Henryk Wars (Henryk Warszawski, Pólland 1902-1977) var framúrskarandi tónlistammaður þekktur sem konungur djassins. Hann var frumherji í pólskum djassi, sem hjálpaði til við að móta tónlistarhópa í Póllandi og erlendis, talinn vera einn af merkustu tónskáldum samtímans, ásamt Jerzy Petersburski og The Gold Brothers. Mikilvægur brautryðjandi sem á árunum 1930-39 samdi tónlistina við eina af hverjum þremur af þeim 150 kvikmyndum sem voru framleiddar í Póllandi fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hann gerði tónlistina við að minnsta kosti 90 kvikmyndir á ferli sínum. Fyrsta kvikmyndatónlist hans, samin árið 1930, var fyrir eina af elstu pólsku hljóðmyndunum: Na Sybir, í leikstjórn Henryk Szaro. Tónlist Wars varð oft vinsæl, óháð myndunum sem hún var samin við. Frá 1950 til 1970 samdi Wars tónlist fyrir framleiðslu undir stjórn Columbia, Warner Brothers, Twentieth Century Fox og MGM og vann að um 60 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, og lögin hans voru flutt af Bing Crosby og Doris Day. Tónlist hans er stöðugt enduruppgötvuð og er eftir henni tekið fyrir sinn einkennandi pólska hljóm.

Viðburðurinn er skipulagður af Platform Culture Central Europe, samstarf milli utanríkisráðuneyta Austurríkis, Tékklands, Ungverjalands, Póllands og Slóvakíu, undir forystu Lýðveldisins Póllands.