Katrín Halldóra Sigurðardóttir heiðrar lagahöfundinn Jón
Múla Árnason á aldarafmæli hans með tónleikum í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 10.apríl.
Katrín gaf í fyrra út einstaka plötu þar sem lög Jón Múla við
texta bróður hans Jónasar Árnasonar voru endurúsett af Hauki
Gröndal.
Hljómsveitina skipa:
Snorri Sigurðsson, trompet
Haukur
Gröndal, saxafónar og klarínett
Ólafur
Jónsson, saxafónar og klarínett
Ásgeir J.
Ásgeirsson, gítar
Birgir
Steinn Theódórsson, bassi
Erik Qvick,
slagverk
Hjörtur
Ingvi Jóhansson píanó
Sérstakur gestur: Páll Óskar Hjálmtýsson
Katrín Halldóra hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín í leikhúsi en þar má nefna fjölmargar Grímutilnefningar og hlaut hún Grímuna 2017 sem söngvari ársins fyrir Ellý.
Katrín hefur einnig leikið í hinum ýmsu verkefnum fyrir
sjónvarp t.d. Ófærð 2. Hún er einn af stofnendum Improv Iceland
spunaleikhópsins og hefur bæði komið fram og kennt á námskeiðum hjá þeim.