Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Elisabeth Plank, hörpuleikari

“Fullkomin stjórn á hljóðfærinu og fjölmörgum litbrigðum þess er það sem gerir hörpuleik Elisabeth Plank einstakan frá fyrsta tóni.” (Harp Column)  

Frá því að Elisabeth Plank lék sína fyrstu einleikstónleika aðeins 17 ára gömul í Konzerthaus Vínarborgar hefur hún verið eftirsóttur hörpuleikari um víða veröld. Hún hefur leikið í heimsfrægum tónleikasölum og tónlistarhátíðum og fer reglulega í tónleikaferðalög um Evrópu, Japan og Suður-Ameríku. Elisabeth hefur komið fram sem einleikari með þónokkrum hljómsveitum á meginlandinu og frá árinu 2019 hefur hún verið staðarlistamaður við Wiener Konzerthaus.

Elisabeth Plank hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hörpuleik sinn í tónlistarkeppnum í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Japan og hlaut "Young Celebrity Master" verðlaunin í "HarpMasters"-keppninni í Sviss árið 2014.?Hún hefur hljóðritað tvær geislaplötur sem hafa hlotið frábæra dóma, meðal annars í tónlistartímaritinu Gramophone.

Elisabeth Plank er fædd árið 1991 og hóf nám á hörpu sjö ára gömul. Aðeins tveimur árum seinna var hún tekin inn í Listaháskólann í Vín og lauk þaðan námi með hæstu einkunn árið 2015. Elisabeth leggur mikla áherslu á fjölbreytta nálgun í hörpuleik sínum, bæði hvað varðar tegundir tónlistar og túlkun hennar. Það er því sérstakt tilhlökkunarefni að eiga þess kost að hlýða á einleikstónleika hennar í Norðurljósum, þar sem hún leikur virtúósíska og óvenjuleg efnisskrá tónverka sem skrifuð hafa verið fyrir hörpu.

Efnisskrá
Franz LiztLe rossignol (ed. Henrietta Renié)
Clio Em - BIRDSONG for harp and electronics (2021, Icelandic premiere performance)
Engelbert Humperdinck - Nachtstück
Sergei Prokofíev - Prelude op. 12, no.7
Piece for harp "Eleonora"
Visions fugitives op. 22, no. 7 - Pittoresco
Gustav Mahler - Adagietto from the 5th symphony (ed. Elisabeth Plank)

------------------------------

Louis Spohr - Variations pour la harpe, sur l´air
"Je suis encore dans mon primtemps" op. 36

Gabriel Fauré - Une chateleine en sa tour, op. 110

Elías Parish Alvars - Scenes of myn Youth - Grande Fantaisie pour la harpe, op. 75

Tónlistarröðin Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa sjá nánar hér