Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson
kynntust fyrst í tónlistarskóla FÍH þegar leiðir þeirra lágu saman á ABBA
tónleikum á vegum skólans. Síðan þá hafa þau unnið saman að fjölda
verkefna.
Guðrún hefur gefið út tvær plötur undir listamannsnafninu GDRN
en Magnús hefur einnig gefið út tvær sólóplötur. Auk þess hafa þau komið
mikið fram saman undanfarin ár, bæði sem tvíeyki og með hljómsveit.
Undanfarin misseri hafa Guðrún og Magnús unnið að gerð hljómplötu þar sem
íslenskar tónlistarperlur eru í forgrunni.
Tvíeykið býður tónleikagestum Múlans upp á forsmekkinn af þeirri
plötu. Þjóðlög, íslenskar dægurperlur og jafnvel ABBA fyrir
tónleikasvelta tónlistarunnendur.
Almennt miðaverð er 3.500 kr.
Nemendur og eldri borgarar geta keypt miða á 2.000 kr. í miðasölu Hörpu.