Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Phil Doyle´s PolyHarmonic Ensemble (US/IS)

Hlustun – sannarleg hlustun – er náin innlifun.

Hugmyndin að PolyHarmonic Ensemble liggur í orðinu „Akroasis“ en það er hugtak sem Forn-Grikkir notuðu til að lýsa djúpri hlustun á heiminn, öfugt við að berja hann einungis augum. PolyHarmonic Ensemble leitast við að kanna náttúruleg hlutföll sem finnast víða í umhverfinu, þjóðfélaginu og menningunni og umbreyta þeim í laglínur, spunabrot og nýstárlegar hljómfræðilegar mótanir.

Verkefnið á sér um áratugs langa sögu og er afrakstur rannsókna á yfirtónum, tíðni og hlutföllum undir leiðsögn Drew Lesso sem áður var nemandi Karlheinz Stockhausen. Það er leitt af Bandaríkjamanninum Phil Doyle sem hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár.

Hljómsveitin samanstendur af nokkrum af færustu tónlistarmönnum Íslands (Einar Scheving, Kjartan Valdemarsson, Mikael Máni Ásmundsson, Óskar Guðjónsson, Snorri Sigurðarson, Tómas Jónsson) en auk þeirra má einnig finna þar hljóðfæraleikarann, hljóðmanninn, pródúsentinn og Grammy verðlaunahafann Chris Palowitch sem og kvikmyndagerðarmanninn Andra Thor Birgisson sem glæðir tónlistina sjónrænu lífi með verkum sínum. Áhorfendur munu ekki einungis heyra einstaka sköpun hvers tónlistarmanns heldur líka óminn af eldfjöllum, túlkun á gögnum um íbúa og íbúafjölda, fjöll og fleira. Þetta er heimsfrumsýning á þessum hópi listamanna sem auðveldlega gæti talist sá sem hefur hvað mest listrænt gildi af öllum þeim hópum sem Phil Doyle hefur sett saman í gegnum tíðina.

*Athugið – miði á þessa tónleika gildir einnig á tónleika Melissa Aldana Quartet kl. 21:15 í sama sal.

Phil Doyle (US) : saxófónn / rafræn tréblásturshljóðfæri
Einar Scheving (IS) : trommur
Óskar Guðjónsson (IS) : saxófónar
Snorri Sigurðarson (IS) : flugelhorn / rafræn málmblásturshljóðfæri
Kjartan Valdemarsson (IS) : hljómborð
Mikael Máni Ásmundsson (IS) : gítar
Tómas Jónsson (IS) : hljómborð
Chris Palowitch (US) – hljóðvinnsla

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Melissa Aldana Quartet (US)

Saxófón-snillingurinn Melissa Aldana kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021 en kvartett hennar leikur í Norðurljósum 4. september næstkomandi. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Pablo Menares á bassa, Kush Abadey á trommur og Lage Lund á gítar.

Á nokkrum árum hefur frægðarsól Melissu Aldana risið hratt og er hún nú talin í fremstu röð tenór saxófónleikara í jazzgeiranum. Hún er upprunalega frá Chile og eftir að hún útskrifaðist frá Berklee College of Music í Boston vakti hún strax mikla eftirtekt þegar fyrsta plata hennar, Free Fall, kom út árið 2010. Á þeirri skífu var tignarleg, en jafnframt kraftmikil, spilamennska hennar fyrirferðarmikil en einnig snilldarlega útfærðar tónsmíðar. Hún var fyrsta konan, og reyndar fyrsti tónlistarmaðurinn frá Suður Ameríku, til að vinna hina frægu „Thelonious Monk Jazz Saxophone“ keppni en með þeim sigri árið 2013 má segja að Melissa Aldana hafi komist almennilega á kortið í heimi jazz-saxófónsins.

Á nýjustu plötu sinni, Visions, sækir hún innblástur í uppruna sinn og arfleifð listakvenna frá Rómönsku Ameríku, ekki síst Frida Kahlo. Platan kom út þann 24. maí 2019 en á henni leika ásamt Melissu þeir Sam Harris á píanó, Pablo Menares á bassa, Tommy Crane á trommur og Joel Ross á víbrafón.

Það er mikill fengur fyrir jazzáhugafólk og áhugafólk um tónlist almennt að fá tækifæri til að hlýða á þessa stórkostlegu tónlistarkonu og hljómsveit hennar á Jazzhátíð.

“Her tone is as beautiful as her personality... I am sure you will agree.” – Jimmy Heath

“ . . . one of the more exciting young tenor saxophonists today” – The New York Times

“ . . . cultured, emotionally weighted, purposeful.” – The Boston Globe

"With its richly textured soundscapes and emotionally arresting material, Visions makes a clear connection to Kahlo and other Latina pathbreakers past and present... Melissa Aldana [is] a bandleader and musician at the top of her game." – Brian Zimmerman, Jazziz Magazine

“... such a monumental statement... Aldana and Ross’ ferocious exploration of the song’s theme that displays the deft musicality Visions showcases over 12 cuts.” – Dave Cantor, DownBeat Magazine

MELISSA ALDANA QUARTET:

Melissa Aldana : tenór saxófónn
Pablo Menares : bassi
Kush Abadey : trommur
Lage Lund : gítar

Maí
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
2025
1950
1951
1952
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024
2025
2026
2027
2028
2029
2030
2031
2032
2033
2034
2035
2036
2037
2038
2039
2040
2041
2042
2043
2044
2045
2046
2047
2048
2049
2050
MánÞriðMiðFimFösLauSun
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
0:00
1:00
2:00
3:00
4:00
5:00
6:00
7:00
8:00
9:00
10:00
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
17:00
18:00
19:00
20:00
21:00
22:00
23:00