Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn


10. mars – FLEY kvintett Egils Benedikts Hreinssonar minnist Horace Silvers

Ari Bragi Kárason, trompet
Jóel Pálsson, saxófónn
Egill Benedikt Hreinsson, píanó
Gunnar Hrafnsson, bassi
Matthías M.D. Hemstock, trommur

Píanóleikarinn og tónskáldið Horace Silver er fæddur í Norwalk, Connecticut, 2. september, 1928. Hann varð fyrst þekktur sem jazzpianisti er hann var ráðinn í hljómsveit Stan Getz 1950 og fluttist fljótlega til New York og hóf að semja og setja út jazztónlist. Frami hans óx mikið er hann gekk til liðs við hina frægu sendiboða Art Blakeys, „The Jazz Messengers“ sem píanóleikari og útsetjari og hafa mörg lög Silvers á hljómplötum sendiboðanna smám saman orðið að sígrænum standördum í jazzi, svo sem „The Preacher“ og „Song for my father“. Horace Silver hætti hins vegar hjá Art Blakey 1956 og stofnaði eigin kvintett með klassískri hljóðfæraskipan: trompet, saxófónn, píanó, bassi og trommur. FLEY kvintettinn mun leika lög Silvers í upprunalegum útsetningum. Má þar nefna lög svo sem Blowing the blues away, Doodlin’, Filthy McNasty, Juicy Lucy, Liberated Brother, Peace, Senor Blues, Sister Sadie, Song for my Father, Soulville, St Vitus Dance og Strollin’. Egill hefur skrifað upp útsetningarnar er byggja á hinum upprunalegum upptökum Silvers frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Horace Silver lést árið 2014.