Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Mikael Máni Ásmundsson, rafgítar
Ingibjörg Elsa Turchi, bassi
Magnús Tryggvason Elíassen, trommur

sérstakur gestur,
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, metalafónn og víbrafónn

Hljómsveitin mun leika nýjar tónsmíðar eftir Mikael sem mynda aðra sólóplötu hans, en hún var tekin upp í september 2020. Tónlistin flokkast sem "Jarm" tónlist en það er ný tónlistarstefna sem blandar saman jazzi, impressionisma og rokki. Lögin eru samin um fólk, kvikmyndir og setningar sem mótað hafa líf og persónuleika Mikaels - hlutir sem vekja hann til umhugsunar og láta honum líða vel og illa. Einnig mun hljómsveitin flytja lög af fyrstu plötu Mikaels Mána, “Bobby”, sem hann gaf út í júní 2019 með tríói sínu og var hann tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 fyrir lagasmíðarnar á þeirri plötu, auk þess sem platan hlaut lof innlendra og erlendra gagnrýnenda. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Svanhildur Lóa en hún mun bæta töfrum í hljóðheiminn með því að leika á metalafón og víbrafón. Meðlimir bandsins vinna sameiginlega að útsetningum og myndun afar spennandi nýs hljóðheims og er útkoman í senn nýstárleg og grípandi.