Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Á efnisskrá 42. jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur verður barokktónlist eftir tónskáld sem störfuðu í norðanverðri Evrópu. Ferðalag frá Lundúnum til Potsdam og alla leið norður til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Til að bæta fyrir að sígild tónlist meginlandsins náði ekki ströndum Íslands fyrr en á seinni hluta 19. aldarinnar mun Kammersveitin leika íslensk þjóðlög og jólalög í barokkbúningi í útsetningum meðlima sveitarinnar sjálfrar.

Einleikari á tónleikunum er Áshildur Haraldsdóttir.

Efnisskrá:

Dieterich Buxtehude: Chaconne úr tríósónötu í B-dúr op. 1 nr. 4

Franz Benda: Flautukonsert í e-moll

Johan Daniel Berlin: Klarinettsinfónía í D-dúr, K D1

Haendel: Largo úr Xerxesi

Johan Helmich Roman: Úr Golovin-svítunni BeRI 1

Haendel: Concerto Grosso op. 6 No.12 in B minor, HWV330

Íslensk þjóðlög og jólalag í nýrri barokkútsetningu meðlima Kammersveitar Reykjavíkur:

Hátíð fer að höndum ein

Jólakvæði

Oss barn er fætt í Betlehem

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021