Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Litríkt ferðalag í tali og tónum gegnum Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi.

Töfrahurð, í samstarfi við Kammersveit Reykjavíkur kynnir „Árstíðirnar fjórar” með lítilli sögu sem fléttast inn í frægasta verk Antonio Vivaldi, Árstíðirnar fjórar.

Sagan er eftir Pamelu De Sensi en Sigurlaug Knudsen fer með hlutverk Álfadrottningarinnar sem leiðir gesti í gegnum verkið.

Antonio Vivaldi er eitt frægasta tónskáld sögunnar og mörg stef úr tónlist hans eru alþekkt í dag. Árstíðirnar fjórar eru vafalaust hans þekktasta verk en þar lýsir Vivaldi í tónum svipmyndum úr hverri árstíð fyrir sig.

Upphaflega lét hann lítil ljóð, sonnettur, fylgja hverjum konserti, sem hann orti líklega sjálfur. Á svipaðan hátt hefur Pamela nú búið til lítið leikrit út frá svipmyndunum þar sem hljómsveit, tónlist og áheyrendur eru tengd saman með sögum, myndum og leik, leidd áfram af Álfadrottningunni.

Vor, sumar, haust og vetur verða þannig leiksviðið og Kammersveit Reykjavíkur flytur þetta aðgengilega verk sem fylgt hefur okkur í mörg hundruð ár.

Einleikari á tónleikunum er Una Sveinbjarnardóttir.
Myndskreytingar eru eftir Heiðu Rafnsdóttur.

Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavikurborg, Tónlistarsjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Frekari upplýsingar á tofrahurd.is

  • 10% afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.
  • Fjölskylduafsláttur. 4 miðar 8000 kr.