FIMMTUDAGUR
3. DESEMBER » 19:30
The King’s Singers og Sinfóníuhljómsveit Íslands
- Aðventutónleikar í Eldborg
Einn vinsælasti sönghópur heims flytur hátíðlega og skemmtilega jólatónlist
Sinfóníuhljómsveit Íslands
EFNISSKRÁ
Fjölbreytt og hátíðleg
jólatónlist, meðal annars Kom þú, kom vor Immanúel, Jingle Bells, þættir úr
Vatnasvítu eftir Georg öFriederich Händel og hljómsveitarþættir eftir Bach í
útsetningu Leopolds Stokowski
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Benjamin
Bayl
SÖNGHÓPUR
The
King's Singers
Á þessum aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands stígur breski sönghópurinn The King’s Singers í fyrsta sinn á svið með hljómsveitinni. The King’s Singers er einn frægasti sönghópur heims en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1968 og hafa nýir söngvarar fyllt skarð hinna eldri í tímans rás. Með hrífandi framkomu og eftirminnilegum raddsetningum komst hópurinn fljótt í fremstu röð og hefur náð til milljóna manna um allan heim bæði með tónleikahaldi og plötum sem hafa náð metsölu.
The King’s Singers flytja meðal annars vinsælar útsetningar af jólaplötum sínum, en einnig nýjar útsetningar bæði fyrir hópinn einan og með sinfóníuhljómsveit. Inn á milli hljómar svo hátíðleg barokktónlist fyrir sinfóníuhljómsveit, meðal annars þættir úr Vatnatónlist Händels og veglegar útsetningar á sálmforleikjum Bachs.
Nánar um tónleikana á vef hljómsveitarinnar.