Fáar tónleikasýningar hafa náð þeim einstaka alþjóðlega árangri sem Simon & Garfunkel: Sagan öll! hefur náð. Uppselt hefur verið á allar sýningar frá upphafi í mörgum af helstu tónleikahöllum heims. Sýnt hefur verið í yfir 50 löndum hingað til.
Sýningin sló fyrst í gegn í London Palladium á West End. Simon & Garfunkel: Sagan öll! fjallar um ótrúlegan uppgang eins þekktasta dúetts tónlistarsögunnar sem og gríðarlegar vinsældir þeirra á sjöunda og áttunda áratugnum. Öll tónlist í sýningunni er flutt af söngvurum og hljómsveit beint frá West End í London. Þekktustu lög Simon & Garfunkel munu öll hljóma, þar á meðal Mrs. Robinson, Cecilia, Bridge Over Troubled Water, The Sound of Silence, Homeward Bound, Old Friends, The Boxer og mörg fleiri.
Ógleymanleg sýning sem sjálfur Art Garfunkel elskar!
Nú loksins á Íslandi!
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |