Tix.is

  • 05. jún. - Kl. 20:00
  • 05. jún. - Kl. 20:00
Miðaverð:9.900 - 13.900 kr.
Um viðburðinn

ATH - TÓNLEIKUNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL 5. JÚNÍ 2021. ALLIR MIÐAEIGENDUR HAFA FENGIÐ TÖLVUPÓST MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM.

Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Brit-rokksveitin Skunk Anansie séu á leiðinni til landsins í haust.

Meðlimir Skunk Anansie hafa beðið eftir rétta tækifærinu til að heimsækja Ísland aftur og nú er komið að því á 25 ára afmælisári sínu.

Ekki aðeins að hljómsveitin hefur tilkynnt um komu nýrrar smáskífu 2020, heldur hefur söngkonan Skin einnig staðfest um væntanlegar endurminningar hennar munu koma út á þessu ári að auki hefur sveitin tilkynnt að þeir muni koma fram víðsvegar Í Evrópu þ.m.t á Íslandi en sveitin lék hér síðast árið 1997 og voru þeir tónleikar hreint út sagt stórkostlegir.

Til að fagna þessu öllu saman þá munu meðlimir Skunk Anansie heimsækja Ísland í haust n.t. Laugardagskvöldið 24.okt 2020 og munu halda risatónleika í Laugardalshöll en þar léku þau fyrir troðfullu húsi árið 1997 á einum bestu tónleikum sem haldnir hafa verið í Höllinni svo þétt þykir sveitin vera.

Skunk Anansie mun þar fara yfir ferilinn sinn sem spannar 25 ár en Skunk Anansie  þykir frábær á tónleikum eins og sannaðist í Höllinni fyrir 23 árum og þykja þeir tónleikar vera einir þeir bestu sem hafa verið settir upp þar svo þétt er sveitin og rödd Skin er ótrúleg sem og sviðsframkoma þeirra sem tónleikaband.

Tvö verðsvæði eru í boði:

Stæði: 9.990 kr. (fremst við svið)
Stúka: 13.990 kr. (númeruð sæti, stúka)

18 ára aldurstakmark.

Umsjón: Twe Live