Tix.is

  • Apr 29th 20:00
  • Apr 29th 20:00
Ticket price:9.900 - 13.900 kr.
Event info

ATH - TÓNLEIKUNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL FÖSTUDAGSINS 29.04. 2022 ÁSTÆÐA ÞESSA ER AÐ MAKI SKIN SÖNGKONU SKUNK ANANSIE Á VON Á BARNI Í HAUST OG ÞVÍ BÁÐU FORSVARSMENN SVEITARINNAR OKKUR UM AÐ FÁ AÐ FÆRA TÓNLEIKANA, AÐ SJÁLFSÖGÐU URÐUM VIÐ, VIÐ ÞEIRRA BEIÐNI OG UNNUM ÞETTA NÁNIÐ MEÐ ÞEIM.

ALLIR MIÐAEIGENDUR HAFA FENGIÐ TÖLVUPÓST MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM.

Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Brit-rokksveitin Skunk Anansie sé á leiðinni til landsins aftur, en sveitin lék fyrir troðfullu húsi í Laugardalshöll árið 1997 á einum bestu tónleikum sem haldnir hafa verið í Höllinni. Meðlimir Skunk Anansie hafa beðið eftir rétta tækifærinu til að heimsækja Ísland aftur og nú er komið að því. Sveitin fagnar 25 ára starfsári sínu með plötunni 25live@25 og hugðist einnig halda tónleika víðs vegar um Evrópu 2020. Tónleikarnir færast allir til ársins 2022 vegna kórónuveirufaraldursins og þar sem Skin á von á barni með maka sínum, auk þess sem nýjum dagsetningum hefur verið bætt við vegna mikillar eftirspurnar, meðal annars í O2 tónleikahöllinni í London í Bretlandi og fleiri stöðum.

Söngkonan Skin hefur einnig gefið út endurminningar sínar, It Takes Blood And Guts, sem hún skrifar ásamt vinkonu sinni og blaðamanni, Lucy O-Brien. Bókin hefur hlotið góða dóma. Árið 2019 gaf Skunk Anansie út lagið, What You Do For Love, sem var fyrsta nýja efnið frá þeim í þrjú ár. Laginu var síðan fylgt eftir með laginu, This Means War, og myndbandi þess sem tekið var upp á 800 þúsund manna tónleikum í Póllandi.

Það er því til mikils að hlakka til á tónleikum Skunk Anansie þann 29.04.2022 þar sem sveitin mun fara yfir 25 ára feril sinn og sín bestu og vinsælustu lög. Skunk Anansie þykir frábær á tónleikum, eins og sannaðist í Höllinni fyrir 24 árum og þykja þeir tónleikar vera einir þeir bestu sem hafa verið settir upp þar svo þétt er sveitin, rödd Skin er ótrúleg sem og sviðsframkoma sveitarinnar.