Tix.is

Um viðburðinn

Janus Rasmussen sendi á dögunum frá sér sína fyrstu sólóplötu og slær upp útgáfutónleikum af því tilefni þann 30. apríl klukkan 23:00. Þýska raftónlistargoðsögnin Stimming tekur við partýinu að tónleikunum loknum og DJ Krystal Carma lokar síðan kvöldinu.

Platan ber nafnið Vín og er að sögn Janusar úrvinnsla á þeirri reynslu og þekkingu sem hann hefur sankað að sér á löngum ferli sem tónlistarflytjandi og pródúser, en Janus hefur fjölbreyttan bakgrunn og hefur starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins. Má þar nefna GDRN, Emmsjé Gauta og marga fleiri. Þá var hann helmingur færeyska rafpopps-dúósins BYRTA og söngvari íslensku poppsveitarinnar Bloodgroup.

Janus er í seinni tíð þekktastur sem helmingurinn af Kiasmos- tvíeykinu en þeir Ólafur Arnalds hafa á undanförnum áratug spilað fyrir aðdáendur í öllum heimsálfum og hafa á þeim tíma skipað sér fastan sess í evrópskri raftónlistarsenu.

Janus er nýkominn úr hálfsmánaðar löngum evróputúr þar sem hann skemmti dansþyrstum íbúum á meginlandinu í slagtogi við Christian Löffler.