Tix.is

Um viðburðinn

Vorblót 2019: Oversharing Tours

Með Oversharing Tours trufla Rebecca Scott Lord og Hrefna Lind Lárusdóttir þann veruleika sem við teljum eðlilegan með leiðsögn um Reykjavík. Á meðan þær leiða gesti um borgina  kafa þær djúpt ofan í sjálfar sig og tengja þar með umhverfið við innra tilfinningaróf sitt. Þær færa persónulega hluti fram í kastljósið og ögra þar með viðurkenndum hugmyndum um hvað konur eiga, og eiga ekki, að tala um opinberlega. Verkið er í sjálfu sér ekki gjörningur, en þátttakendur munu samt fljótt komast að því að það er heldur engin venjuleg borgarleiðsögn. Eftir göngutúrinn munu gestir ekki eingöngu hafa kynnst Hrefnu og Rebeccu mun betur heldur einnig hvað trúnó felur í sér. Hvað það að standa aðgerðarlaus hjá ber í för með sér og hvað það þýðir að lifa í heimi sem geymir sögur fjölda annarra en þína eigin.


Hrefna Lind Lárusdóttir og Rebecca Scott Lord eru sviðslistamenn og búa og starfa í Reykjavík. Þær kanna mörkin milli mismunandi veruleika, hins sanna og hins tilbúna. Með gjörningamiðaðri kortagerð færa þær mörkin milli flytjenda og áhorfenda út í nærumhverfið.


Verkið er hluti af Vorblóti 2019 – árlegri sviðslistahátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin kannar mörkin milli dans, leiklistar og tónlistar og gefur gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytileika sviðslistanna á einu bretti. Hátíðarpassi veitir forgang á öll 8 sviðsverk hátíðarinnar ásamt 20 % afslætti á kaffihúsi Tjarnarbíós.