Tix.is

Um viðburðinn

Hin margverðlaunaða miðsumarhátíð Reykjavík Midsummer Music verður haldin í Hörpu í sjöunda sinn 20. – 23. júní 2019, en stofnandi hátíðarinnar og listrænn stjórnandi er Víkingur Heiðar Ólafsson.

Hátíðardagskráin hefur aldrei verið glæsilegri og meðal flytjenda eru nokkrir fremstu tónlistarmenn samtímans. Tónleikarnir verða að vanda litríkir og spennandi, þar sem tónlist ólíkra tíma fær að njóta sín í óvæntu samhengi.

Meðal gesta á hátíðinni í ár eru Florian Boesch barítónsöngvari, Ilya Gringolts og Anahit Kurtikyanfiðluleikarar og Yura Lee lágfiðluleikari og frönsku píanóleikararnir Katia og Mariella Labeque sem leika í fyrsta sinn á Íslandi, en þær eru af mörgum taldar fremsta píanódúó síðustu 30 ára. Þá er von á breska tónskáldinu og klarinettuleikaranum Mark Simpson, sellósnillingunum Leonard Elschenbroich og Jakob Koranyi, og raftónlistarmanninum Hans-Joachim Roedelius, sem margir telja föður ambient-tónlistarinnar.