Tix.is

Um viðburðinn

Leik­kon­an og uppistandarinn Þuríður Elín Sig­urðardótt­ir eða Ebba Sig eins og hún kall­ar sig fór óvart út í uppistand fyrir ári síðan á Kaffi Laugalæk en hefur nú fært sig í miðbæinn í kjallarann á Hard Rock. Hún bygg­ir uppist­andið á sínu eig­in lífi og er einkalífið, fjölskyldan og ofsakvíði aðeins brot af því sem kemur fram í uppistandinu. Það er aug­ljóst að Ebba hef­ur húm­or fyr­ir sjálfri sér og er þeim kost­um gædd að geta litið á spaugi­legu hliðina á líf­inu þótt það geti oft reynst henni flókið og erfitt. Miðaverð er 2000kr. og ætti engin að láta þetta framhjá sér fara.

Uppistandið hefst klukkan 20.00 og er í rúma klukkustund.