Tix.is

Um viðburðinn

Zoë Martlew (UK)
Scrape - electroacoustic cello music from Scandinavia

Zoë Martlew, þekktur, breskur sellóleikari býður upp á sláandi efnisskrá tónlistar fyrir selló og rafhljóð frá mismunandi stöðum innan Skandinavíu.

Litrík og sálfræðileg klukkustund (50 mínútur fyrir ykkur sem eru um of heil á geðsmunum) með heillandi og ólíkri tónlist. Hún inniheldur beinskeytt, ásækjandi og fallegt verk fyrir selló og rafhljóð eftir Daníel Bjarnason; stórvirki Júlíönu Hodkinson: selló-hljóðverkið “Scrape” með málmplötum; viðkvæmt og hugleiðandi rafsellóverk eftir norska sellóleikarann og tónskáldið Tönju Orning; tjáningarfullt og ofsamikið verk “Impetuoso” eftir hinn danska Anders Nordentoft, sem skrifað var fyrir Zoë; eftirminnilegt og furðulegt pizzicatoverk með sýn á Elvis Presley lag, eftir samlanda hans Bent Sørensen og hið nýuppgötvaða, míkrótónala, undirbúna rafmagnsgítarverk frá áttunda áratugnum eftir hinn norska Bjørn Fongaard, en það var grafið upp hjá NOTAM (Oslóar-andsvarið við IRCAM) í safni þess og endurunnið sérstaklega fyrir þennan heimsfrumflutning.

Þessir tónleikar eru hluti af PULS verkefninu.