Tix.is

Um viðburðinn

Ein alvinsælasta hljómsveit Skotlands, The Proclaimers, heldur loks tónleika á Íslandi eftir 30 ára bið! Skosku tvíburarnir Craig og Charlie slógu eftirminnilega í gegn árið 1988 með laginu I‘m Gonna Be (500 Miles). Færri vita að það voru Íslendingar sem uppgötvuðu smellinn og kusu hann í fyrsta sæti vinsældalista fyrstir allra þjóða. Geðþekku bræðurnir frá Leith í Edinborg bera því sterkar taugar til Íslands en hafa ekki séð sér fært að heimsækja land og þjóð, fyrr en nú.

Með góðum vilja eru einmitt rétt um 1000 mílur frá Skotlandi til Íslands svo nú ætla The Proclaimers svo sannarlega að standa við stóru orðin og mæta í Eldborg mánudagskvöldið 15. apríl til að skemmta Íslendingum með öllum sínu helstu smellum sem og glænýju efni. Tónlist þeirra er hressileg blanda af popprokki með sterkum, skoskum áhrifum – enda stoltir og sjálfstæðir Skotar hér á ferð.

Það verður ógleymanleg stemning í Eldborg þegar The Proclaimers leika þar alla sína helstu smelli frá þrjátíu ára ferli: Letter from America, Sunshine on Leith, I’m On My Way, Let‘s Get Married, You Built Me Up, Streets of Edinburgh og hið ódauðlega 500 Miles.

Forsala miða hefst 22. nóvember kl. 10:00 , almenn miðasala 28. desember.