Tix.is

Um viðburðinn

Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, tók í byrjun árs 2018 þátt í Vox Domini, söngkeppni á vegum Félags íslenskra söngkennara og hreppti þar fyrsta sæti í opnum flokki. Hún hlaut einnig titilinn ,,Rödd ársins 2018” og heldur af því tilefni sína fyrstu sólótónleika, en tónleikarnir eru hluti af verðlaunum fyrir sigurinn.

Á tónleiknum mun Íris Björk syngja það sem henni finnst gaman og þá er í fyrsta sæti ítalskar óperuaríur, helst frá því um aldamótin 1900. En þar að auki mun hún, ásamt fleiri listamönnum flytja söngleikjalög, ljóð og íslensk verk eftir núlifandi íslensk tónskáld.

Með Írisi Björk koma fram píanistinn Matthildur Anna Gísladóttir og strengjakvartett.

Einnig munu vinkonur hennar og samnemendur úr Listaháskólanum, Vera Hjördís Matsdóttir og Alexandria Scout Parks, koma fram í skemmtilegum terzett.