Tix.is

Um viðburðinn

Ukiumi Ulloriaq / ,,Vetrar stjarnan“ er nýtt framúrstefnulegt leikrit sem gerist í post-apocalyptískum veruleika á Grænlandi. Verkið endurspeglar hrjóstugan heim af ís-eyðimerkum og yfirgefnum borgum. Sögð er sagan af einbúa sem þarf að horfast í augu við hætturnar sem stafa frá geislavirkni og öðrum hindrunum sem á vegi hans verða. Hann þarf einnig að takast á við yfirþyrmandi einmanaleikann og minningar um horfna ástvini sem smátt og smátt hafa áhrif á andlega heilsu hans. 

Ukiumi Ulloriaq / ,,Vetrar stjarnan“ endurspeglar afleiðingarnar af þorsta samtímans í mengandi orkugjafa, áhrif geislavirks úran og gróðurhúsalofttegunda á umhverfið. Afleiðingar af ósjálfbærri nýtingu mannsins á náttúruauðlindum, á náttúruna sjálfa og loftslag jarðar.

Verkið er hugsmíð Naleraq Eugenius.


Directed by Ivar Örn Sverisson

Ujarneq Fleischer – Main character/actor

Nukâka Coster-Waldau – side character/actress

Miké Thomsen – side character/actor

Naleraq Eugenius – Light designer

Frederik Eberhardt – Sound designer

Parnuuna Kristiane Thornwood - Costume designer

Hans Ole Amossen – theater technician

Ivar Örn Sverisson, Naleraq Eugenius & Frederik Eberhardt – Scenography

Lisbeth Karline Poulsen & Naleraq Eugenius – Producers

Christian Fleischer Rex – Animator

Maasi Chemnitz Brøns – manuscript


Saga Fest er fjöllistahátíð sem haldin verður 19. og 20. október í Tjarnarbíó og Iðnó. Hátíðin er haldin með það markmið í huga að sameina fólk úr ýmsum áttum í gegnum listina. Næstu þrjú ár snýr Saga Fest sér að málefnum norðurslóða undir yfirskriftinni The Northern Paths. Einblínt verður á þá fjölbreyttu menningarheima og samfélög á norðurslóðum og þau málefni sem tengjast þeim. Til norðurslóða teljast Norðurlöndin – Það er Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar ásamt Kanada, Rússlandi og Alaska. Næsta hátíð sem haldin verður haustið 2019 mun fara fram í Kaupmannahöfn, Danmörku.  


Saga Fest hefur verið starfrækt síðan árið 2015 en það ár var blásið til bæði fjöllistahátíðar og listamannadvalar í Árborg. Þá var einblínt á kraft sagna í mismunandi listformum. Síðan þá hafa verið skipulagðar tvær listamannadvalir á Eyrarbakka.


Að Saga Fest stendur teymi alþjóðlegra og innlendra skipuleggjenda. Í ár halda Þórólfur Sigurðsson, Tine Louise og Karine Wiuff á keflinu.