Tix.is

Um viðburðinn

Ferðlag í gegnum hið stríðshrjáða Donbass hérað í Úkraínu. Þetta ferðalag er röð brjálaðra ævintýra, þar sem gróteska, húmor og harmleikur blandast saman. Í Donbass er stríð kallað friður, hatur læst vera ást og áróður er dulbúinn sem sannleikur. Þetta er ekki bara saga um eitt afmarkað svæði, land, eða pólitíska stefnu. Þetta er saga um heim sem er týndur í síð-sannleikanum. Myndin var sýnd í Un Certain Regard flokknum á Cannes og Loznitsa hlaut þar verðlaun sem besti leikstjóri.

____________________________________________________________________________________________

Sergei Loznitsa

Ég er reiðubúinn að lifa fyrir bíó. - Sergei Loznitsa 

Sergei Loznitsa fæddist í borginni Baranovichi í Sovétríkjunum árið 1964. Síðar fluttist fjölskylda hans til Kænugarðs í Úkraínu og hann skilgreinir sig sem sjálfstæðan Úkraínumann. Loznitsa er menntaður stærðfræðingur og vann sem slíkur um nokkurt skeið. Ástríða hans fyrir kvikmyndatöku varð þó sífellt sterkari og árið 1991 hóf hann nám við Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu. Síðan hann útskrifaðist hefur hann gert fjölda heimildarmynda sem hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum, meðal annars í Karlovy Vary, París, Toronto og Sankti Pétursborg. Árið 2010 var fyrsta leikna myndin hans, My Joy, valin til sýninga í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Á síðustu Cannes hátíð hlaut hann verðlaun sem besti leikstjóri fyrir mynd sína Donbass. Myndir Loznitsa eru áhrifamikil og róttæk listaverk, sem fela oftar en ekki í sér harða en þó launfyndna ádeilu á nútímasamfélag, og bakgrunnur hans í kvikmyndatöku skilar sér í meistaralegu myndmáli. Það má með sanni segja að Sergei Loznitsa sé einhver áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans.