Tix.is

Um viðburðinn

Enn á ný leggur SkonRokkshópurinn af stað í ferðala og nú skal gera líkt og í fyrra, heimsækja Akureyri, Egilsstaði og Reykjavík.

SkonRokkshópurinn samanstendur af hljómsveitinni Tyrkja-Guddu og úrvali íslenskra söngvara sem vita fátt skemmtilegra en rokka. Án vafa eru hér á ferð, bæði í hljómsveitinni og söngvarahópnum, listamenn á heimsmælikvarða þegar kemur að rokki. 

Hljómsveitina skipa: Birgir Nielsen á trommur, Ingimundur Óskarsson á bassa, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og gítarleikararnir Sigurgeir Sigmundsson og Einar Þór Jóhannsson. 

Söngvararnir eru þeir Birgir Haraldsson, Magni Ásgeirsson, Pétur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson. Í Hörpu verður svo Stefanía Svavarsdóttir sérstakur gestur. 

Tónlistin kemur víða að, en þetta er ekki flókið. Þetta eru bara allar sleggjurnar – rjóminn af því besta í rokkinu frá hljómsveitum á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Kiss, ACDC, U2, Metallica, Journey, Whitesnake, Guns N Roses og svona mætti lengi telja. 

Tónleikar sem enginn sannur rokkari á að missa af.