Tix.is

Um viðburðinn

Hátíðarpassi

Einn hátíðarpassi fyrir 7.000 kr, tveir fyrir 10.000 kr

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur árlegt námskeið fyrir nemendur í klassískum hljóðfæraleik dagana 27. júní - 14. Júlí. Yfir sjötíu nemendur frá sjö löndum njóta handleiðslu innlendra og erlendra tónlistarkennara í fremstu röð. Nemendur fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik auk fyrirlestra og masterklassa. Viðburðir fara fram í Eldborg, Norðurljósum, Kaldalóni og Hörpuhorni á eftirfarandi dögum:

4. júlí kl 16:30 í Norðurljósum: Lin Yao Ji’s Life and Teaching Essence

Lin Wei Sigurgeirsson, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Akademíunnar, heldur fyrirlestur og masterklass byggðan á ævistarfi og kennsluaðferðum föður síns, Lin Yao Ji, en hann var mikilsvirtur prófessor í fiðluleik við hinn heimskunna tónlistarháskóla Beijing Central Conservatory of Music. Aðgangur er ókeypis.

4. júlí kl 20 í Norðurljósum: Strengjakvartettar - Opnunartónleikar

Nemendur sem notið hafa sérstakrar leiðsagnar Sigurbjörns Bernharðssonar, fiðluleikara úr Pacifica String Quartet og prófessors við Oberlin Conservatory, leika þætti úr strengjakvartettum eftir Mozart, Shostakovich, Schumann, Haydn og Mendelssohn.

11. júlí kl 10 í Kaldalóni: Masterklass með Judith Ingolfsson

Judith Ingolfsson er einn þekktasti fiðluleikari Íslendinga. Árið 1998 vann hún til gullverðlauna í hinni heimsþekktu Indianapolis fiðlukeppni og hefur síðan þá komið fram í bestu tónleikasölum heims. Judith miðlar af þekkingu sinni í þessum masterklassa þar sem nokkrir nemendur eldri deildar Akademíunnar spila fyrir hana og fá kennslu fyrir framan áheyrendur. Aðgangur er ókeypis.

11. júlí kl 14 og 16 í Kaldalóni: Rising Stars - Tónleikar eldri deildar

Fimmtíu nemendur frá sjö löndum taka þátt í eldri deild Akademíunnar. Á tónleikunum leika nemendur einleiksverk sem þeir hafa notið handleiðslu við hjá úrvalskennurum á námskeiðinu.

12. júlí kl 16 á Norðurbryggju: Rising Stars - Kammertónleikar eldri deildar

Fimmtíu nemendur frá sjö löndum taka þátt í eldri deild Akademíunnar. Á tónleikunum flytja allir kammerhópar deildarinnar kafla úr þekktum kammerverkum. Aðgangur er ókeypis.

13. júlí kl 11 í Hörpuhorni: Rising Stars - Tónleikar yngri deildar

Tuttugu nemendur taka þátt í yngri deild Akademíunnar. Á tónleikunum leika nemendur einleiksverk sem þeir hafa notið handleiðslu við hjá úrvalskennurum á námskeiðinu. Aðgangur er ókeypis.

13. júlí kl 12:30 í Norðurljósum: ,,Á vængjum söngsins” - Fiðlutónleikar með Ziyu He

Hinn 18 ára Ziyu He hefur fangað athygli fiðluheimsins undanfarin ár með því að vinna til gullverðlauna í alþjóðlegum fiðlukeppnum. Ziyu He leikur ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel fjölbreytta efniskrá með verkum eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili.

13. júlí kl 14 og 16 í Norðurljósum: Rising Stars - Tónleikar eldri og yngri deildar

Fimmtíu nemendur frá sjö löndum taka þátt í eldri deild Akademíunnar. Á tónleikunum leika nemendur einleiksverk sem þeir hafa notið handleiðslu við hjá úrvalskennurum á námskeiðinu. Á tónleikunum kl 14 koma einnig fram nemendur yngri deildar og flytja nokkur kammerverk sem þeir hafa æft á námskeiðinu.

14. júlí kl 12 í Eldborg: Rising Stars - Píanótónleikar eldri deildar

Fimmtíu nemendur frá sjö löndum taka þátt í eldri deild Akademíunnar. Á tónleikunum stíga píanónemendur námskeiðsins fram og leika einleik á besta flygilinn í Hörpu, verk sem þeir hafa notið handleiðslu við hjá úrvalskennurum á námskeiðinu.

14. júlí kl. 16:00 í Hörpuhorni: ,,Dansað á strengjum” - Strengjasveit yngri deildar

Fiðluleikarinn og júróvisjónstjarnan Greta Salóme Stefánsdóttir leiðbeinir strengjanemendum yngri deildar í tónlistarspuna með dansívafi. Áheyrendur fá að njóta afraksturs samvinnunnar á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis.

14. júlí kl 17 í Eldborg: ,,Fullveldi í 100 ár” - Hátíðartónleikar

Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu lýkur með tónleikum hljómsveitar Akademíunnar. Leikin verða fjögur þekkt tónverk, þar á meðal Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar. Stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason, einleikarar Ziyu He og Ásta Dóra Finnsdóttir.

Frekari upplýsingar: musicacademy.is