Tix.is

Um viðburðinn

HARPA INTERNATIONAL MUSIC ACADEMY

Á vængjum söngsins
Dagsetning: 13. júlí kl 12:30 - Salur: Norðurljós - Verð: 2.500 kr
Afsláttarverð: 1.500 kr fyrir eldri borgara og nemendur, ókeypis fyrir 12 ára og yngri

 Hinn 18 ára gamli Ziyu He hefur heldur betur náð að fanga athygli fiðluheimsins undanfarin ár með gullverðlaunum í alþjóðlegu Menuhin keppninni, Eurovision Young Musicians keppninni, og Leopold Mozart keppninni. Hann hefur leikið einleik með hljómsveitum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi og kemur reglulega fram sem einleikari á tónlistarhátíðum víða um heim. Hann stundar nám við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg.

Vladimir Stoupel er einstaklega fjölhæfur píanóleikari sem hefur hljóðritað marga geisladiska og leikið einleik með hljómsveitum á borð við Berlínarfílharmóníuna, þjóðarhljómsveit Rússlands, og útvarpshljómsveitina í München. Hann starfar einnig sem hljómsveitarstjóri og stjórnar reglulega hljómsveitum í Evrópu. Á Íslandi hefur Vladimir stjórnað Kammersveit Reykjavíkur.

Á þessum klukkustundarlöngu hádegistónleikum munu þeir félagar leika fjölbreytta efnisskrá sem allir ættu að njóta.

Schubert: Fiðlusónata nr. 4 í A-dúr
Paganini: Stef og tilbrigði við “Nel cor piu non mi sento”
Dvorák: Rómansa fyrir fiðlu og píanó ópus 11
Li Zili: The Fisherman´s Song for Harvest